Fréttir frá 2003

10 30. 2003

Fjölmennur fundur í Keflavík

Uppsagnir starfsmannahaldsins á Keflavíkurflugvelli hafa valdið miklum óróa meðal starfsmanna á flugvallarsvæðinu. RSÍ kallaði rafiðnaðarmennina á fund seinnipartinn í gær.[ Í dag var haldinn fjölmennur fundur rafiðnaðarmanna á Keflavíkurflugvelli. Á fundinn mætti liðlega 60 manns, en á flugvellinum vinna um 90 rafiðnaðarmenn. Auk þess mættu Guðmundur Gunnarsson og Einar Jón Ólafsson frá RSÍ og Ingvar Sverrisson lögmaður ASÍ.  Farið var yfir stöðuna vegna uppsagna á Keflavíkurflugvelli. En skipta má þeim í tvo flokka, um 90 manns þar af 3 rafiðnaðarmönnum var sagt upp störfum. Þar er um að ræða hópuppsögn sem staðið er að með ólöglegum hætti.   En Starfsmannahaldið sagði einnig upp samningum um, stjórnunarálög, ferðatíma og ferðapeninga. Í bréfi sem starfsmenn fengu kom fram að ef þeir samþykktu þetta ekki þá væri litið á það sem uppsögn af hálfu starfsmannsins. Þetta viktar nokkuð misjafnt hjá mönnum er nær því að vera allt að þriðjung greiddra launa sumra í hópnum. Það er mat RSÍ að það fyrirkomulag á þessari uppsögn sem Starfsmannahaldið hafi valið standist ekki. Það sé Kaupskrárnefnd sem ákvarði kjaraatriði og það sé ekki á valdi Starfsmannahalds að segja þessu upp. Nýverið hafi Kaupskrárnefnd úrskurðað að þetta séu hluti launa rafiðnaðarmanna á Keflavíkurflugvelli og úrskurðir nefndarinnar hafa ígildi lögmæts kjarasamnings.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?