Fréttir frá 2003

11 2. 2003

Ályktun um skattalækkanir

Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ ályktaði um skattamál  Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðnaðarsambands Íslands haldin 31. okt. ? 1. nóv. 2003 telur það forgangsverkefni að styrkja og efla velferðarkerfið. Ef svigrúm reynist vera fyrir hendi til að lækka skatta telur ráðstefnan að haga eigi skattalækkunum með þeim hætti að þær gagnist þeim sem eru með lægri tekjurnar. Draga á úr jaðarsköttum á lægri tekjur og jaðaráhrifum barnabóta með því að hækka skerðingarmörk verulega, til að auðvelda þeim tekjulægri að vinna sig úr fátæktargildrum.   Hafin er stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, sem mun leiða til tímabundinnar eftirspurnar í hagkerfinu og aukins þrýstings á Seðlabankann að hækka vexti. Vaxtahækkanir valda auknum útgjöldum fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki, auk þess að stuðla að enn frekari styrkingu krónunnar. Hætta er á viðskiptahalla og eftirspurnarspennu allt fram til ársins 2007. Mikið mun reyna á að efnahagsstjórn verði nákvæm og markviss.   Ráðstefna telur ástæða er til þess að árétta að mögulegar skattalækkanir munu ekki verða skiptimynt í stað réttmætra launahækkana sem launamenn mun semja um í næstu kjarasamningum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?