Fréttir frá 2003

11 2. 2003

Ályktun um atvinnuleysisbætur

  Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ haldin 31. okt ? 1. nóv. 2003 mótmælir áformum stjórnvalda að skerða atvinnuleysisbætur í fyrsta mánuði atvinnuleysis. Áfall atvinnuleysis á tekjur er mest til að byrja með. Hækka á atvinnuleysisbætur strax þannig að þær samsvari lágmarkslaunum í viðkomandi starfsgrein og tekjutengja þær amk fyrstu 6 mánuðina.   Langtímaatvinnuleysi hefur vaxið hér á landi undanfarin ár, að því þarf að huga í umræðum um stöðu atvinnulausra. Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ telur að í sameiginlegum kröfum verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjarasamningum eigi að vera úrbætur í málefnum atvinnulausra.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?