Fréttir frá 2003

11 2. 2003

Ályktun um erlendar starfsmannaleigur

Undanfarin misseri hefur borið á því í vaxandi mæli að fyrirtæki nýta sér aðstöðu erlends verkafólks til félagslegra undirboða á íslenskum vinnumarkaði, þá sérstaklega með því að nýta sér framboð erlendra starfsmannaleiga. Deilan við aðalverktakann við Kárahnjúka hefur hingað til snúist um lágmarksákvæði kjarasamninga, en launakjör við Kárahnjúka eru langt undir því sem þekkst hefur við virkjanaframkvæmdir hér á landi. Þetta hefur leitt til þess að þátttaka íslensks launafólks í framkvæmdum við Kárahnjúka er mun minni en stjórnvöld gerðu ráð fyrir.  Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ telur mikilvægt að móta sameiginlega stefnu í þessum málum og ná samningum við Samtök atvinnurekenda, sem endurspegli raunlaun á íslenskum vinnumarkaði. Þrýsta þarf á stjórnvöld um að sett verði sérstök lög um starfsemi erlendra starfsmannaleiga. Reynslan við Kárahnjúka hefur staðfest að verulegur skortur á að opinberir eftirlitsaðilar hafi möguleika til þess að rannsaka meint brot og grípa inn í þegar sýnt er að atvinnurekandi er að brjóta lög og reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?