Fréttir frá 2003

11 2. 2003

Ályktun um kjara- og efnahagsmál

Mikil umræða var um efnahags og kjaramál á trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ nú um helgina. Niðurstaðan var tekin saman í ályktunTrúnaðarmannaráðstefna RSÍ haldin 31. okt. ? 1. nóv. 2003 í Ölfusborgum leggur á það áherslu að í komandi kjarasamningum verði tryggt að launafólk fái réttláta hlutdeild í aukningu þjóðartekna og hagvexti. RSÍ hefur fylgt stefnu um ?Stígandi lukku? í undanförnum kjarasamningum, en með því hefur tekist að tryggja vaxandi kaupmátt. RSÍ lýsir sig reiðubúið til að halda áfram á þeirri braut, en leggur áherslu á að tengja verður þannig samninga skýrum efnahagslegum markmiðum og virkum mælistikum sem aðilar vinnumarkaðars og stjórnvöld eru sammála um. Lengd samningstíma mun ráðast af vilja samningsaðila til að viðhalda stöðugleik og kaupmáttaraukningu. Meðal helstu verkefna samninganefnda rafiðnaðarmanna í komandi samningum verður að skilgreina raunlaun og færa taxtakerfin að þeim.   Ráðstefnan telur að við mótun kröfugerða vegna komandi kjarasamninga eigi að hafa eftirfarandi að leiðarljósi :   Fákeppni í dagvöruverzlunum, olíufélögum, tryggingarfélögum og fjármálastofnunum er mikið áhyggjuefni. Vextir á Íslandi eru mun hærri en í nágrannalöndum og þjónustugjöld hafa hækkað gífurlega, sem hafa tryggt peningastofnunum ofboðslegan hagnað. Háir vextir og of mikil styrking krónunnar eru andstæð hagsmunum launafólks. Tryggja þarf örugga stjórnun efnahagslífsins og tryggja áfram stöðuleika. Margt er óvissu háð hvað varðar efnahagsmál næstu misserin og skiptir miklu hvernig á verður haldið í efnahagsstjórninni. Stórframkvæmdir eru ekki að leysa vanda atvinnuleysis hér á landi Auka á fjölbreytni atvinnulífs hér á landi innan þekkingarhagkerfis. Aukin þekking vinnuaflsins leiðir til framleiðniaukningar. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka þátt í að samþætta stefnu í atvinnu- og menntamálum til að koma á þekkingarsamfélagi. Hækka þarf framlög til iðnnáms og starfstengds háskólanáms. Tekjutengja þarf atvinnuleysisbætur til að minnka áhættu þeirra sem fara í iðnnám og starfstengt háskólanám. Þrengja þarf möguleika atvinnurekenda til að segja upp fólki án ástæðu, þannig að fólk fáist til þess að velja sérhæft iðn- og verknám.  Aðilar vinnumarkaðs ásamt stjórnvöldum eiga að taka höndum saman um að þrýsta á um að tekið verði á þessum málum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?