Fréttir frá 2003

11 2. 2003

Trúnaðarmenn RSÍ marka stefnuna í komandi samningum

Um 100 trúnaðarmenn RSÍ komu saman í Hveragerði 31. okt. og 1. nóv. Til þess að marka stefnu sambandsins í komandi samningum. Á ráðstefnunni var kynnt launakönnun sem sambandið hefur staðið að undanfarnar vikur. Þar var einnig leitað álits meðal félagsmanna um hvert ætti að stefna í komandi samningum. Hér er fjallað um nokkur helstu atriðin sem ákveðið var að setja í kröfugerðir rafiðnaðarmanna í komandi kjarasamningum.Um 100 trúnaðarmenn RSÍ komu saman í Hveragerði 31. okt. og 1. nóv. Til þess að marka stefnu sambandsins í komandi samningum. Á ráðstefnunni var kynnt launakönnun sem sambandið hefur staðið að undanfarnar vikur. Þar var einnig leitað álits meðal félagsmanna um hvert ætti að stefna í komandi samningum. Mikill meirihluti svaraði á þann veg að fylgja ætti sömu stefnu og mörkuð var 1990 sem kölluð hefur verið ?Stígandi lukka?. Hún hefur gefið rafiðnaðarmönnum verulegan kaupmáttarauka og reynst farsæl. Þar hefur verið samið um raunsæar kauphækkanir umfram verðbólgustigið, sem hefur skilað markvissri kaupmáttaraukningu.   Í umræðum um samningstíma var niðurstaðan að hann myndi ráðast af vilja samningsaðila til að viðhalda stöðugleika, semja mætti til nokkurra ára ef viðunandi tryggingar fengjust og efnahagsleg tenging með árlegri endurskoðun launaliða.   Ef svigrúm reynist vera fyrir hendi til að lækka skatta á að gera það með þeim hætti að draga á úr jaðarsköttum á lægri tekjur og jaðaráhrifum barnabóta með því að hækka skerðingarmörk verulega, til að auðvelda þeim tekjulægri að vinna sig úr fátæktargildrum. Mögulegar skattalækkanir verða ekki skiptimynt í stað réttmætra launahækkana í næstu kjarasamningum.   Hækka þarf skerðingarmörk bóta þeirra sem búa við skerta starfsorku. Margt af þessu fólki vill og getur unnið hlutastörf. En skerðingarmörk og jaðarskattar gera atvinnuþátttöku þessa fólks óframkvæmanlega. Setja á í kjarasamninga ákvæði um flýtt starfslok fólks sem hefur náð 65 ára aldri.   Stefna á að því að færa launataxta nær raunlaunum með því að strika út neðstu taxta enda kemur fram í launakönnuninni að þeir eru ekki í notkun. Sé litið til launakönnunar þá er ljóst að við endurskoðun taxtakerfisins á að setja lágmarksdaglaun í taxtakerfinu við 120 þús. kr. og lágmarksdaglaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf um 165 þús. kr. Lágmarksdaglaun rafiðnaðarmanna með reynslu og faglega ábyrgð verði 205 þús. Sá taxti verði eins og áður lágmarkstaxti við virkjanaframkvæmdir. Bæta þarf ofan á taxtakerfið nýjum töxtum. Setja á ákvæði í virkjanasamning sem kveða á um 15% fastan bónus þar til búið er að semja um afkasta hvetjandi kerfi eða bónusa.   Deilan við aðalverktakann við Kárahnjúka hefur hingað til snúist um lágmarksákvæði kjarasamninga, en launakjör við Kárahnjúka eru langt undir því sem þekkst hefur við virkjanaframkvæmdir hér á landi. Virkjanasamningurinn á að endurspegli raunlaun á íslenskum vinnumarkaði. Þrýsta þarf á stjórnvöld um að sett verði sérstök lög um starfsemi erlendra starfsmannaleiga. Erlendar lántökur vegna hinna miklu framkvæmda eru ekki að skila sér sem skildi inn í íslenskt efnahagslíf, þær streyma aftur úr landi í launum erlends verkafólks og virðisauka erlendra fyrirtækja.   Endurskoða þarf ákvæði um útköll og gera þau skýrari og setja inn ákvæði um lágmarkslengd bakvakta. Fyrirtæki hafa í vaxandi mæli skert frítíma rafiðnaðarmanna með því að beina til þeim verkefnum um gsm-síma. Í kjarasamning eru ákvæði um endurgjald vegna þessa, en greinilegt er að það er þörf á að gera þau skýrari.   Fyrirtæki hafa í vaxandi mæli sett í ráðningarsamninga ákvæði um að starfsmenn megi ekki starfa hjá samkeppnisaðilum í nokkurn tíma eftir uppsögn eða allt að 2 árum. Þetta er að mati RSÍ skýrt brot á ákvæðum stjórnarskrár. Við þessu þarf að bregðast og í komandi samningum á að þrýsta á stjórnvöld um að sett verði lög, svipuð þeim sem búið er að setja í nágrannalöndum. Í þessum lögum verði fyrirtæki sem setji samkeppnishamlandi ákvæði í ráðningarsamning skuldbundin til þess að tryggja viðkomandi starfsmönnum full laun samkeppnishömlunartímann.   Hækka á atvinnuleysisbætur strax þannig að þær samsvari lágmarkslaunum í viðkomandi starfsgrein og tekjutengja þær með stiglækkun niður í fastar bætur fyrstu 6 mánuðina. Jafna verður það misrétti sem ríkið beitir starfsmenn sína í lífeyris-, veikinda- og orlofsrétti eftir því í hvaða stéttarfélagi þeir eru. Í komandi samningum á að vera ákvæði um jöfnun þessara réttinda í áföngum næstu 4 ár.   Í launakönnunni er því alfarið hafnað að selja veikindarétt og eru rafiðnaðarmenn tiltölulega ánægðir með núverandi kerfi. Enda eru þeir tryggðir í gegnum sjúkrasjóð sambandsins með 80% af launum í langvarandi veikindum.   Á ráðstefnunni var tekið undir þá skoðun sem kom fram í launakönnunni að lengja orlof og stefna að 24 virkum dögum að sumri og 6 dögum að vetri.  Samþykkt var að ítreka fyrri kröfur RSÍ um að færa svokallaða ?fimmtudagsfrídaga? að helgum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?