Fréttir frá 2003

11 9. 2003

Rýnt í launakönnunina. - 5. grein

Margar ábendingar komu fram í launakönnuninni umfram þær spurningar sem lagðar voru fyrir þátttakendur. Nokkur atriði skáru sig úr hvað varðar fjölda ábendinga. Áberandi voru vangaveltur um háa vexti og þjónustugjöld bankastofnana. Einnig komu oft fram aths. um háar tryggingar og ofsagróða banka og tryggingarfélaga.Hvað varðar kjaratengd atriði bar mest á hækkun dagvinnulauna og lengingu orlofs.Margar ábendingar komu fram í launakönnuninni umfram þær spurningar sem lagðar voru fyrir þátttakendur. Nokkur atriði skáru sig úr hvað varðar fjölda ábendinga. Áberandi voru vangaveltur um háa vexti og þjónustugjöld bankastofnana. Einnig komu oft fram aths. um háar tryggingar og ofsagróða banka og tryggingarfélaga. Hvað varðar kjaratengd atriði bar mest á óskum um hækkun dagvinnulauna. Oft komu fram ábendingar um lengingu orlofs og óskir um vetrarorlof. Fjölgun veikindadaga vegna barna var meðal atriði sem margir bentu á. Allmargir bentu á að gera ætti aðfangadag og gamlársdaga að frídögum.   Nokkrar af þeim ábendingum til samninganefnda RSÍ sem komu fram:   Það er algjörlega óviðunandi að þeir sem standa undir því að greiða skatta og tryggja stöðugleika hér á landi, er fólk sem er með undir 300 þús. kr. í laun á mánuði. Þegar búið er að binda þetta fólk með kjarasamningum, storma fram á sjónarsviðið hópar sem hrifsa til sín launahækkanir sem eru út í bláinn. Það er forgangsverkefni að verkalýðshreyfingin búi svo um hnútana að þetta sé ekki hægt. Í þessum samningum á að leggja alla áherslu á hækkun dagvinnulauna   RSÍ á að nýta stöðu sína til þess að berjast fyrir lækkun á vaxta af húsnæðislánum, t.d. ákveðið hlutfall af fasteignamati sé á lægri vöxtum (3- 4%). Verkalýðshreyfingin á að fá erlendar bankastofnanir til samstarfs. Kostnaður vegna banka og lánastofnana er orðin stærsti kostnaðarliður íslenskra heimila. Við eigum að ná fram sömu kjörum og félagar okkar búa við í nágrannalöndunum. Lækkun skatta, lækkun vaxta og lækkun vsk á matvöru. Afnám eignaskatta á íbúðarhúsnæði Afnema fjölskyldumeðlima/vina bindingu (ábyrgðarmannakerfið) sem tíðkað er af bönkum, þetta þekkist ekki í öðrum löndum. Taka fastar á þeim sem stunda kennitölubrask og hafa með því laun af launafólki.   Auka á neytendavernd og setja í samninga tryggingar gagnvart hækkunum á vöru og þjónustu Verkalýðsforystan hefur algjörlega klikkað á því að tryggja jöfnun lífeyrisréttinda. Það var rangt af henni að tengja þetta við komandi samninga og gefa þá kost á því að tengja þetta við hugsanlegar launabreytingar   Starfsmenn fái laun á meðan ferðast er á milli vinnustaða og fái frí í stað frídaga sem þeir láta af hendi vegna ferða á vegum fyrirtækis. Réttindi vegna ferða innan lands og utan verða að vera mun skýrari í kjarasamningum.   Hækka á bakvaktarálag í 60%, ekki draga útkallstíma frá bakvaktartíma.   Ákvæði um bónusa eru alltof óskýr í kjarasamningum. Mörg fyrirtæki komast upp með að hunsa algjörlega óskir starfsmanna um þannig launakerfi og greiða bara lágmarkslaun.   Fjölga frídögum vegna veikinda barna. Oft var fjallað um að fjölga ætti vetrarorlofsdögum, t.d. í tveim áföngum 24 að sumri og 3 að vetri og svo 6 dagar að vetri eftir ákveðin starfstíma. Lengingu orlofs við 40 ára lífaldur. Skýr ákvæði um 25% lengingu orlofs ef sumarorlofsdagar eru færðir yfir á vetur. Frí allan aðfangadag og gamlársdag kom mjög oft fram.   Endurskoða þarf ófullnægjandi verkfæralista í kjarasamning og færa hann inn í þá öld sem við lifum á í dag.   Nokkrir bentu á að vinnu- og skjólfatnaður ætti að vera á kostnað fyrirtækis. Ástæða er að benda á að það er svo Það eru ákvæði um það í kjarasamningum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?