Fréttir frá 2003

11 12. 2003

Fjölmennur fundur á Keflavíkurflugvelli

Í gær var haldinn mjög fjölmennur fundur rafiðnaðarmanna á Keflavíkurflugvelli. Farið var uppsagnir starfsmanna og uppsagnir launaliða.Í gær var haldinn fundur með rafiðnaðarmönnum sem starfa á Keflavíkurflugvelli. Á fundinn mættu rúmlega 60 manns, en liðlega 80 rafiðnaðarmenn vinna á Keflavíkurflugvelli. Nokkrir eru á vöktum og komast því ekki allir á fundina. Á fundinn mættu Ingvar Sverrisson lögm. ASÍ, Ólafur Darri Andrason hagfr. Og fulltrúi ASÍ í Kaupskrárnefnd. Auk þess voru Guðmundur Gunnarsson og Einar Jón Ólafsson starfsmenn RSÍ.  Farið var yfir uppsagnir á flugvellinum, lög um hópuppsagnir aðdraganda og samráð. Starfsmannahald dró uppsagnir tilbaka þegar í ljós kom að vafi lék á hvort staðið hefði verið rétt að þeim. Nokkrum deildum á vellinum verður lokað en það er ekki ljóst hversu mörgum verður endanlega sagt upp. Fram kom gagnrýni hvernig hefði verið staðið að uppsögnum, ma gagnrýnt að ekki hefði verið látið reyna á hvort og þá hversu margir eldri starfsmanna vildu gera starfslokasamning, en það væri venjan þegar svona hluti bæru að hér á landi.   Einnig var farið yfir uppsagnir Starfsmannahalds á launaliðum. Fram kom að það væri skoðun RSÍ að Starfsmannahald gæti ekki sagt upp launatengdum liðum sem Kaupskrárnefnd hefði staðfest. RSÍ setti fram gagnrýni á þau skilyrði sem Starfsmannahald hafði sett í uppsagnarbréfin. Þessi bréf hafa nú verið dregin tilbaka og boðað að önnur yrðu send. Mótuð verður afstaða til .þeirra þegar þau berist.   Einnig var farið yfir launakönnun sem farið hefur fram nýverið innan RSÍ og mótun kröfugerða fyrir komandi kjarasamninga.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?