Fréttir frá 2003

11 16. 2003

Fundir um kröfugerð.

Í kjölfar trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ í Hveragerði hafa verið haldnir félagsfundir í Keflavík, á Siglufirði, Akureyri og Sauðárkrók. þar sem drög að kröfugerð vegna almenna samningsins hafa verið tekin til umfjöllunar. Mánudaginn 17. nóvember er fyrirhugaður fundur á Selfoss og í næstu viku á Reyðarfirði og í Reykjavík. Á almenna samningnum eru um helmingur félagsmanna RSÍ. Aðrir samingar RSÍ munu renna út síðar á næsta ári. Hlutfall dagvinnulauna í heildarlaunum hefur hækkað jafnt og þétt frá gerð Þjóðarsáttar, sú þróun hefur haldið áfram þetta samningstímabil. Meðalheildarlaun hafa hækkað um 28% á samningstímanum þrátt fyrir að meðalyfirvinna hafi minnkað. Helsta baráttumálið í komandi viðræðum verður að færa lágmarkstaxta að raunlaunum.Í kjölfar trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ í Hveragerði hafa verið haldnir félagsfundir í Keflavík, á Siglufirði, Akureyri og Sauðárkrók. þar sem drög að kröfugerð vegna almenna samningsins hafa verið tekin til umfjöllunar. Mánudaginn 17. nóvember er fyrirhugaður fundur á Selfoss og í næstu viku á Reyðarfirði og í Reykjavík.   Á almenna samningnum eru um helmingur félagsmanna RSÍ. Aðrir samingar RSÍ munu renna út síðar á næsta ári.  Á þriðja hundrað félagsmanna hafa nú komið að mótun kröfugerðarinnar. Á fundunum hefur verið farið yfir niðurstöðu launakönnunar. Einnig hefur verið fjallað ítarlega um launadreifingu og launaþróun innan RSÍ þetta samningstímabil. Þetta er byggt á gögnum frá Kjararannsókn og gögnum hagfræðings RSÍ. Þau gögn stemma mjög vel saman við niðurstöður launakönnunarinnar       Meðalvinnutími lækkar en laun hækka Meðalvinnutími hefur lækkað og er nú svo komið að um helmingur félagsmanna vinnur ekki yfirvinnu að jafnaði og meðalyfirtímar í heild eru 5 tímar á viku og hefur meðaltalið lækkað um 3 tíma á samningstímabilinu. Þrátt fyrir þetta hafa meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna hækkað um 28% á samningstímabilinu og eru nú um 320 þús. kr. á mán. Á sama tíma hafa meðallaun allra iðnaðarmanna hækkað um 17%, en þau eru nú 286 þús. kr.   Meðalregluleg laun rafiðnaðarmanna (sem eru föst daglaun samkvæmt Kjararannsókn) hafa hækkað meira eða um 35% á samningstímanum. Þau eru nú um 260 þús. kr, en hjá iðnaðarmönnum samkvæmt eru þau 219 þús. kr. Þetta er í fullu samræmi við það sem fram kom í launakönnuninni eins og getið er um hér framar.   Hlutfall dagvinnulauna rafiðnaðarmanna í heildarlaunum er nú að meðaltali um 80%, en í upphafi Þjóðarsáttar var meðalhlutfall dagvinnulauna í meðalheildarlaunum 53%. Þetta er í samræmi við þau markmið sem við höfum unnið eftir og verður að segjast eins og er að okkur hefur miðað verulega og erum við að nálgast félögum okkar á Norðurlöndum. Samstaða hefur verið greinileg meðal fundarmanna um að halda áfram á þeirri braut sem Rafiðnaðarsambandið hefur fylgt undanfarin ár.   Í þessu sambandi má geta þess vegna umræðu sem nú fer fram í fjölmiðlum að allt frá því að séreignasjóðir voru stofnaðir hafa rafiðnaðarmenn verið með langhæsta hlutfall greiðslna í þessa sjóði og hafa margir okkar manna kosið þá leið að láta hluta launahækkana renna í séreignasjóði. Ástæða er að benda á að þessar launahækkanir telja ekki inn í ofangreinda útreikninga.   Lágmarkslaun sveina verði 10 taxti Í launakönnun kemur greinilega fram að lægstu taxtar í almennu kaupskránni eru ekki í notkun. Á fundunum er full samstaða um að helsta verkefni okkar í komandi kjarasamningum verður að færa lágmarkslaun að raunlaunum eða með öðrum orðum að skera 4 neðstu taxtana af launakerfinu, einnig þarf að setja inn taxta upp að taxta 20. Lágmarksmánaðarlaun rafiðnaðarmanna væru þá taxti 4 eða kr. 115 þús. í stað 99 þús. Lágmark sveinsprófstaxta væri 163 þús. eða taxti 10. í stað 130 þús. taxti 6. Lágmark sveina með reynslu og ábyrgð væri 205 þús. taxti 14 í stað 163 þús. taxti 14, sem jafnfram verði lágmarkslaun við virkjanir og stærri framkvæmdir á hálendinu.   Við nána skoðun hagfræðings RSÍ á launadreifingu er ljóst að þetta eru aðgerðir sem ekki eru kostnaðarauki fyrir fyrirtækin þar sem sárafáir eru á þessum neðstu töxtum, einungis er verið að færa taxtakerfið að raunlaunum. Einnig er ljóst við þá skoðun hagfræðingsins að bæta þarf við töxtum við taxtakerfið þannig að það nái upp í taxta 20.   Skýra orðalag við útköll og truflunarálög.Að öðru leiti hefur komið fram á fundunum full samstaða um að laga og skýra orðalag í kjarasamning hvað varðar bakvaktir, útköll og truflunarálög. Lengja orlof og aldurstengja það. Innan verkalýðshreyfingarinnar hefur þeirri hugmynd verið hreyft að láta af hendi fyrsta veikindadag gegn lengingu veikindaréttar, þessu er algjörlega hafnað af rafiðnaðarmönnum. Enda tryggir sjúkrasjóður RSÍ félagsmönnum 80% af launum falli niður greiðslur frá vinnuveitanda í langtíma veikindum eða vegna langtímaveikinda barna. Fundarmenn hafa einróma talið hugmyndir ráðherra um að skattabreytingar geti orðið að skiptimynt í stað launahækkana algjörlega fráleitar.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?