Fréttir frá 2003

11 21. 2003

Fyrir helgina - Saga úr Peningalandi

Örsaga um manninn í Peningalandi sem dó og vildi taka með sér peningana sína og hlutabréfin Einu sinni var maður sem hét Siggi og hafði unnið allt sitt líf í Peningalandi. Siggi var af þessari gerð manna sem var þjakaður af ?Hrifsun?, sem er sjúkdómur sem grípur marga sem vinna í Peningalandi. Svo varð hann gamall og veikur og sagði þá við konuna sína ?Þegar ég dey, þá vill ég að þú takir alla peningana mína og setjir þá í kassa og setjir hann við hlið mér í kistuna mína.?   Siggi gekk mjög fast að konu sinni og fékk hana til þess að leggja hönd á Biblíuna og lofa sér þessu. Enda alltaf verið þekktur fyrir að ná sínu fram í samningum sem sneru að eigin fjármálum   Nú það gerist það sama í Peningalandi og hjá okkur hinum, það kom að því að hann Siggi gamli dó. Við kistulagninguna kom konan hans með fallegan kassa með rauðri slaufu og setti við hjartastað mannsins síns, rétt áður en starfsmenn útfararstofnunarinnar skrúfuðu lokið á kistuna.   Þá sagði Gummi besti vinur hennar; sem var einfaldur verkalýðsforingi sem ekki kann að gera árangurstengda starfslokasamninga; ?Heyrðu nú Gunna mín, ég vissi að þú værir ekki sterk á milli eyrnanna. En ertu nú allveg búin að missa það litla sem þú hafðir. Ætlar þú virkilega að láta undan kröfum hans Sigga og láta hann fara með allan lífeyrinn þinn. Hvernig dettur þér í hug að hann geti notað þetta hinum meginn ?   ?Elsku Gummi minn alltaf ertu nú svo einlægur og góður, ég lofaði honum Sigga mínum upp á æru og trú að viðlagðri handlögn á Biblíuna að ég myndi láta hann hafa með sér alla peningana sína. Ekki get ég nú látið hann Sigga minn eins fótafúinn og hann var nú að fara ráfa milli allra bankanna með bækurnar sínar. Svo ég fór og lokaði öllum bankabókunum hans, seldi öll hlutabréfin í Kaupþingi og lagði þetta allt saman inn á eina bankabók. Ég fékk svo tékkahefti út á bókina og skrifaði út tékk sem ég stílaði á hann Sigga minn. Þannig að hann getur ef hann vill nota peningana hinum meginn, þá framvísar hann tékkinum og opnar bók og leggur tékkin inn.  En ég get nú sagt þér Gummi minn svona okkur á milli; ég hef svo heftið og það er fullt eftir af blöðum í því.?

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?