Fréttir frá 2003

11 24. 2003

"Hrifsun" Um árangurstengingu ofurlauna

Það er stundum sem menn missa algjörlega fótanna þegar þeir eru að fjalla um laun og risnu sem snýr að þeirra eigin buddu. Við þekkjum öll mýmörg dæmi þar um. Það er ekki í fyrsta skipti sem forystumenn Kaupþings og reyndar annarra fjármálastofnana eru í fréttum vegna samninga sem þeir hafa gert við sjálfa sig. Í stað þess að við viðskiptavinirnir fáum að njóta velgegni í formi lækkaðra okurvaxta og ofurþjónustugjalda sem þetta fyrirtæki býður okkur upp, þá hrifsa örfáir strákaguttar til sín hundruði milljóna króna. Ekki nóg með það þeir eru með Taptryggingu, þeir taka enga áhættu.  Það er stundum sem menn missa algjörlega fótanna þegar þeir eru að fjalla um laun og risnu sem snýr að þeirra eigin buddu. Við þekkjum öll mýmörg dæmi þar um. Það er ekki í fyrsta skipti sem forystumenn Kaupþings og reyndar annarra fjármálastofnana eru í fréttum vegna samninga sem þeir hafa gert við sjálfa sig.   Í stað þess að við viðskiptavinirnir fáum að njóta velgegni í formi lækkaðra okurvaxta og ofurþjónustugjalda sem þetta fyrirtæki býður okkur upp, þá hrifsa örfáir strákaguttar til sín hundruði milljóna króna. Ekki nóg með það þeir eru með Taptryggingu, þeir taka enga áhættu. Þegar fyrrverandi leiðtogar rússneska alþýðulýðveldisins tóku á það ráð að einkavæða eignir hins vinnandi verkalýðs, þá fóru þeir offari eins og mikið hefur verið í fréttum undanfarið og rússneskur almenningur bjó til nýyrðið "Hrifsun" til þess að lýsa athöfnun þeirra.   Nú er það svo að þessir menn eru á mjög áhugaverðum launum, sem eru samkvæmt upplýsingum tímarita nálægt 2 millj. kr. á mán. auk bíla og risnu. Auk þess sem ég efast ekki um að í skúffum þeirra sé að finna undirritaðan starfslokasamning um greiðslur til þeirra sem skiptir amk tugum milljóna. Með öðrum orðum, þeir eru að fá mjög vel greitt fyrir að stunda sína vinnu með fullum afköstum. En þessar árangurstengingar eru óskiljanlegar, það eru engar forsendur fyrir þeim. Þeir eru þegar búnir að fá dúndurlaun fyrir að stunda vinnu sína. Þeir eru ekki að spila með eigið fé og ekki að taka neina persónulega áhættu. Þær forsendur sem þeir eru að afsaka sig með eru tóm rökleysa. Það er einnig engin afsökun að hluti stjórnar hafi verið á móti. Þeir sem láta þetta viðgangast eru samábyrgir.   Ég ætla að leifa mér að draga upp myndræna samlíkingu. Þegar ég tók við stjórn samninga innan RSÍ árið 1990 voru meðallaun inna RSÍ um 140 þús. kr. og meðalvinnuvikan var tæpar 60 klst., félagsmannafjöldi var um 1.700. Launasumma rafiðnaðarmanna pr. mán. var þá um 240 millj. kr. fyrir tæplega 60 klst. vinnuviku.   Í dag eru meðallaun rafiðnaðarmanna 320 þús. kr. Meðalvinnuvikan er 45 klst. og félagsmenn RSÍ eru tæplega 5.000. Launasumman rafiðnaðarmanna pr. mán. er samkvæmt því 1.600 millj. kr. fyrir 45 klst. vinnuviku. Ef ég hefði nú verið jafn veruleikafirrtur og strákarnir í Peningalandinu, þá hefði ég átt að setja fram kröfu um að árangurstengja laun mín, þessi aukning hefur jú áhrif á tekjur sjóða og stofnana RSÍ og lífeyrissjóðsins. Þá væri líklega búið að leggja inn á séreignareikning minn nokkra tugi ef ekki hundruð millj.kr. Ef við í verkalýðsforystunni myndun beita sömu ?Hrifsun?, þá myndum við hrifsa til okkar hluta af aukningu launasummunnar í stað þess að láta það skila sér til félagsmanna. Það eru vitanlega félagsmennirnir sem skapa stöðuna til þess að ná árangrinum, við í forystunni erum á launum til þess að vinna úr þeirri stöðu.   Árangur vinnu minnar byggist í sjálfu sér á svipuðum forsendum og þeirra í Peningalandinu. En forysta verkalýðsfélags býr reyndar við mun verri aðstæður, hún þarf jú að sækja um endurkjör reglulega og leggja undir dóm félagsmanna árangur starfa sinna. Ég veit ekki til þess að verkalýðsforingjar hafi enn lært að setja upp starfslokasamninga fyrir sjálfa sig, í takt við það sem við erum að heyra um hjá strákunum í Peningalandinu og þeim sem eru í Stjórnmálalandinu hér á landi. 21.11.03 Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?