Fréttir frá 2003

12 1. 2003

Desemberuppbót er 37.000 og fyrir nema 23.500 kr.

Ath. Ef reikna á út desemberuppbót fyrir hluta af ári á að deila í 37.000 kr. með 45 vikum sem er kr. 822.22 kr. og margfalda svo unnar vikur með þeirri krónutölu. Á sumum sérsamningum er desemberuppbót hærri. Ef reikna á út desemberuppbót fyrir hluta af ári á að deila í 37.000 kr. með 45 vikum sem er kr. 822.22 kr. og margfalda svo unnar vikur með þeirri krónutölu. Á sumum sérsamningum er desemberuppbót hærri Starfsmenn sem hafa verið í fullu starfi allt árið hjá sama fyrirtæki og eru við störf hjá fyrirtækinu í síðustu viku nóvem­ber eða í fyrstu viku desember skulu eigi síðar en 15. desember ár hvert fá greidda sérstaka eingreiðslu.  Starfsmenn í hlutastarfi sem uppfylla sömu skilyrði skulu fá greitt hlutfallslega. Uppgjörstímabil er almanaksárið, en fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur, eða meira, fyrir utan orlof. Starfsmenn með skemmri starfstíma skulu fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma sinn. Desemberuppbót er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Starfsmaður, sem lætur af störfum á árinu vegna aldurs eða eftir 12 vikna samfellt starf á árinu hjá sama atvinnurekanda, skal við starfslok fá greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Sama gildir þótt starfs­maður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingar­orlofs. Desemberuppbót að inniföldu orlofi greiðist sjálfstætt og án tengsla við laun.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?