Fréttir frá 2003

12 8. 2003

Norðurlandamenn til forystu í samtökum evrópskra byggingarmanna.

Þing evrópskra byggingar og tréiðnaðarmanna var haldið í Belgíu í síðustu viku. Helsta mál þingsins var stækkun sameiginlega vinnumarkaðsins og hugsanleg innganga stéttarfélaga í hinum 10 ríkjum sem sameinast Evrópska efnahagssvæðinu 1. maí næstk. Nýr forysta var kjörin á þinginu og voru norðurlandamenn ábeerandi.        Þing Sambands evrópskra byggingar og tréiðnaðarmanna (EBTU) var haldið 4. ? 6. nóv. í Belgíu. Í sambandinu eru 50 landssambönd byggingar- og tréiðnaðarmanna í frá 18 löndum með um 2.5 millj. félagsmenn. Langflest þeirra eru á evrópska efnahagssvæðinu. Á félagssvæði sambandsins starfa um 13 millj. manna við byggingariðnaðinn og um 5 millj. við skógar- og tréiðnaðinn auk húsgagnaiðnaðarins. Samtök rafiðnaðarmanna eru í samtökum byggingarmanna vegna þeirra félagmanna sinna sem starfa við byggingariðnaðinn. Í norræna rafiðnaðarsambandinu eru um 140 þús. rafiðnaðarmenn og um fjórðungur þeirra starfa við byggingariðnaðinn.   Formaður danska tréiðnaðarsambandsins Arne Johansen var kjörinn forseti á þinginu. Í miðstjórn eru 24 menn þar náðu 8 norrænir fulltrúar kjöri. Þar af einn frá Íslandi, formaður RSÍ Guðmundur Gunnarsson. Sambandið hefur skrifstofur í Brussel. Helstu verkefni þess er samræming vinnumarkaðs á félagssvæði þess auk þess að hafa áhrif á setning laga og reglugerða um vinnumarkaðinn á þingi evrópska efnahagssvæðisins í Brussel. EBTU hefur í gegnum tíðina tekist að hafa mikil áhrif á þá vinnu. Auk þess hefur það afskipti af samningum við fyrirtæki sem hafa starfsemi í fleiri en einu landi og barist gegn félagslegum undirboðum.  Fyrir nýrri stjórn liggja mjög erfið verkefni, því 1. maí 2004 bætast 10 lönd við evrópska efnahagssvæðið. Þetta eru Eystrasaltslöndin 3, auk Miðjarðarhafseyjanna Krítar og Möltu og svo mið-Evrópuríkin Pólland, Ungverjaland, Slóvenía, Slóvakía og Tékkland. Á einum vettvangi fjölgar íbúum efnahagsvæðisins um 105 milljón íbúa. Auk þess eru Búlgaría og Rúmenía í biðherberginu. Erfiðasti hjalli hinna nýju þjóða verður að undirgangast skilyrðislaust þær reglur og skuldbindingar sem settar hafa verið á efnahagssvæðinu. EBTU verður að fylgjast náið með því að svo verði því annars getur það leitt til ójöfnuðar á vinmarkaði og félagslegra undirboða. Í öllum þessara nýju landa eru stéttarfélög byggingar- og tréiðnaðarmanna og sækja þau fast á um inngöngu í EBTU. Ef af inngöngu þeirra verður leiðir það til umtalsverðar aukningar á rekstrarkostnaði sambandsins, en félögin eru fjárvana og ákaflega veik og þyrftu umtalsverða styrki til þess að geta tekið þátt í starfinu. Að öllu óbreyttu myndi innganga þeirra því kalla á umtalsverða hækkun skatta á þau sambönd sem fyrir eru í EBTU. Á þessu þarf að finna lausnir og voru menn sammála um að það verkefni gæti reynst erfitt fyrir hina nýju stjórn. En það er augljóslega mikil þörf á því að þetta samstarf takist vegna sameiningar vinnumarkaðsins.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?