Fréttir frá 2003

12 12. 2003

ÍE ber að greiða endurmenntunargjald til Rafiðnaðarsambandsins

Íslensk erfðagreining (ÍE) var í dag dæmd til að borga Rafiðnaðarsambandi Íslands 257.270 krónur með dráttarvöxtum og 120.000 krónur í málskostnað í deilu sem snerist um greiðslu 1% af kaupi til eftirmenntunarnefndar rafiðnaðarmannaÍslensk erfðagreining (ÍE) var í dag dæmd til að borga Rafiðnaðarsambandi Íslands 257.270 krónur með dráttarvöxtum og 120.000 krónur í málskostnað í deilu sem snerist um greiðslu 1% af kaupi til eftirmenntunarnefndar rafiðnaðarmanna. Í málinu var ekki deilt um rétt ÍE til að standa utan aðildar að samtökum atvinnulífsins svo og kjarasamninga sem gerðir eru milli aðila vinnumarkaðarins. Því var heldur ekki haldið fram að ÍE hafi skuldbundið sig með ráðningarsamningum að standa við ákvæði kjarasamnings rafiðnaðarmanna. Þá var því ekki andmælt af hálfu Rafiðnaðarsambandsins, sem upplýst var í málinu, að launakjör þeirra starfsmanna ÍE það varðaði, hafi verið umfram þau lágmarkslaun sem kveðið væri á um í kjarasamningnum sem kröfugerð sambandsins byggðist á. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur segir í niðurstöðum sínum, að ágreiningsefnið snerist ekki um laun. Hann komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að greiðsla endurmenntunargjalds - sem varið væri til endurmenntunar rafiðnaðarmanna sem skipulögð væri af samtökum þeirra sjálfra - félli undir ákvæði um ?önnur starfskjör? í 1. gr. laga númer 55 frá árinu 1980. Þar segði að laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semdu um, skuli vera lágmarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tæki til. Svo og að samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skyldu vera ógildir. (úr mbl.is)

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?