Fréttir frá 2003

12 14. 2003

Kostulegur málatilbúnaður ríkisstjórnarmanna

Ætíð er það svo að ef sett er fram gagnrýni á störf Alþingis, þá eru það sameiginleg einkenni alþingismanna og ráðherra að geta ekki rætt á málefnanlegan hátt um það sem til umfjöllunar er, heldur er sjónum ætíð beint að einhverju sem kemur málinu lítið eða ekkert við. Nú er hamast við að gera laun verkalýðsforingja tortryggileg, í stað þess að ræða með málefnalegum hætti um það verið er að gangrýna sem er STARFSLOKASAMNINGUR FORSÆTISR'AÐHERRA og LÍFEYRISRÉTTINDI ALÞINGISMANNA. Oft hefur maður heyrt lágkúrulegan málflutning á Alþingi, en svei mér ef umræðan undanfarna daga hjá sumum stjórnarþingmanna  sé ekki með því lægsta sem maður hefur heyrt. Það vottar ekki fyrir rökrænni hugsun.  Ætíð er það svo að ef sett er fram gagnrýni á störf Alþingis, þá eru það sameiginleg einkenni alþingismanna og ráðherra að geta ekki rætt á málefnanlegan hátt um það sem til umfjöllunar er, heldur er sjónum ætíð beint að einhverju sem kemur málinu lítið eða ekkert við. Þjóðinni ofbauð þegar seint um kvöld í liðinni viku var öllum að óvörum lagt fram frumvarp um að stórauka á lífeyrisrétt og starfslokagreiðslur forsætisráðherra. Viðbrögð forsætisráðherra og nokkurra þingmanna hafa verið með hreinum ólíkindum. Forsætisráðherra upplýsti okkur um að þetta kostaði svo sem næstum því ekki neitt eða kannski liðlega 5 milljónir, en staðreyndir er sú að hann er að semja við sjálfan sig um starfslokasamning sem kostar okkur skattborgarana að öllum líkindum um 250 millj. kr.   Forsvarsmenn stjórnarþingmanna lýstu því fyrir okkur enn einu sinni hversu ábyrgðarlausir þeir eru í störfum sínum, þeir taka frumvörp og afgreiða þau án þess að kostnaðargreina þau. Þessir sömu menn eru að reka fjölda opinberra starfsmanna úr störfum sakir þess að þeir fara fram úr áætlunum. Og nú er verið að reyna að verja sig með því að gera laun forystu verkalýðshreyfingarinnar tortryggilega. Kemur það eitthvað málinu við? Þau eru reyndar ekkert leyndarmál og eru birt í fjölmiðlum árlega. Samkvæmt því sem fram kom í fjölmiðlum í sumar þá eru þau á milli 350 ? liðlega 500 þús. kr. Samkvæmt sömu upplýsingum voru langflesti alþingismenn með um 450 ? 500 þús. kr. í laun á mánuði   Þessar upplýsingar eru byggðar á skattskilum af launum eins og þau voru árið 2002. Síðan þá hafa laun alþingismanna hækkað verulega. Td hækkuðu þau aukalega um 20% á síðustu kosninganótt og svo var þingfararkaupið að hækka núna. Ef við skoðum þetta frekar þá er líklegt að í sumar þegar laun verða birt í fjölmiðlum byggðum á upplýsingum úr skattskrám þessa árs, þá verði laun flestra þingmanna líklega um 35% hærri eða milli 600 ? 700 þús. kr. Ef við reiknum til viðbótar inn mótframlag úr ríkissjóð í lífeyrissjóð þingmanna þá þýðir það að laun venjulegra þingmanna eru nú um 800 þús. kr. á mán. Ef við reiknum inn lífeyrisréttindi ráherra þá eru laun þeirra tvöfalt hærri eða um 1.6 millj. á mán. Ef við meðhöndlum laun verkalýðsforingja á sama hátt og tökum venjubundnar launahækkanir og bætum við 6% mótframlagi, sem við venjulega fólkið höfum, þá eru þau í dag líklega nálægt 600 þús. kr.   Full ástæða er að taka það fram að ég hef ekki heyrt það í mínu umhverfi að laun þingmanna og ráðherra vaxi í augum manna. Það gera aftur á móti lífeyrisréttindi þeirra, ásamt starfslokasamning ráðherra og það er það sem er verið að gagnrýna. Einnig eru vinnubrögð Alþingis langt fyrir neðan það sem við hljótum að gera kröfur um. Þetta frumvarp styrkir okkur á þeim kröfum að jafna lífeyrisrétt á vinnumarkaði. Reyndar hefur forsætisráðherra ásamt fjármálaráðherra undirritað yfirlýsingar um að þeir ætli að gera það í síðustu tveim kjarasamningum og í bæði skiptin ekki staðið við það. Miðstjórn RSÍ endurskoðaði kröfugerð okkar á fundi sínum nú á föstudag og hún verður birt nú eftir helgina með þessum nýju kröfum.  14.12.03 Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?