Fréttir frá 2003

12 18. 2003

Rafiðnaðarmenn leggja fram kröfur sínar

Á fyrsta samningafundi RSÍ og SART/SA þ. 18. des. var undirrituð viðræðuáætlun og RSÍ lagði fram kröfugerð. SA og SART munu kynna sér innihald hennar næstu daga og stefnt er að fyrsta vinnufundi í byrjun janúar. Hér eru helstu atriði kröfugerðarinnar.

 

 

Fyrsti fundur samninganefnda Rafiðnaðarsambands Íslands og Samtaka atvinnurekenda í raf og tölvuiðnaði og Samtökum atvinnulífsins var 18. des. 2003. Á fundinum var undirrituð viðræðuáætlun og RSÍ lagði fram körfugerð sína. Næsti fundur var bókaður í byrjun janúar. Á þessum samning sem gengur undir nafninu Almenni samningur RSÍ starfar um helmingur félagsmanna RSÍ, eða liðlega 2000 rafiðnaðarmenn. Samningurinn rennur út 1. marz næstkomandi.

 

Á sama tíma rennur út samningur RSÍ við Samtök verzlunarinnar, á þeim samninga starfar vel á annað hundrað rafiðnaðarmenn. Þessir samningar eru um margt mjög líkir. Búið er að ganga frá viðræðuáætlun við SV og bóka næsta fund þar sem farið verður yfir kröfugerð.

 

Á sama tíma rennur út samningur RSÍ við Orkuveituna og Reykjavíkurborg. Samningur RSÍ við Fjármálaráðuneytið rennur út 31. marz 2003. Á þessum samningum eru um 200 rafiðnaðarmenn. Launakerfi á þessum samningum eru fastlaunakerfi og öðru vísi en hið opna launakerfi sem er á almenna samningnum. Undirbúningsfundir hafa verið haldnir undanfarna daga um viðræðuáætlun og kröfugerð.

 

Hinn helmingur rafiðnaðarmanna eru samningum sem renna út í nóvember og desember á næsta ári. Það er við RARIK, Landsvirkjun, Landssímann og verksmiðjurnar. Á þeim samningum starfa tæplega 2000 rafiðnaðarmenn.

 

Nokkur helstu atriði í kröfugerð RSÍ vegna samnings við SA og SART.

 

Áfram á braut ? Stígandi lukku?, samningstími 2 ? 4 ár RSÍ reiðubúið að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var 1990 með sameiginlegu átaki samtaka atvinnurekenda og launamanna, en leggur áherslu á að tengja verður samninga skýrum efnahagslegum markmiðum og virkum mælistikum.

 

Þau skilyrði byggjast á stöðugleika og að verðbólga verði innan efri þolmarka Seðlabanka Íslands, þannig að launahækkanir skili vaxandi kaupmætti. Sambandið telur að samningar til lengir tíma hafi skilað sér í betri samningum innan fyrirtækja. En ekki verður fram hjá því litið að mjög mikil óvissa ríkir um hver þróunin verði næstu ár.

 

Gífurlegar framkvæmdir eru að hefjast, mikil þensla er fyrirsjáanleg en hver þróunin verður þá sérstaklega eftir 2006 er erfitt að spá um. Einnig verður ekki framhjá því litið að miklar breytingar hafa orðið evrópskum vinnumarkaði undanfarin misseri og á næsta ári bætast 105 millj. manna við evrópska efnahagssvæðið.

 

Lengd samningstíma mun ráðast af vilja samningsaðila til að viðhalda stöðugleik og kaupmáttaraukningu. En miðað við óvissu í efnahagslegri þróun og þróun á evrópskum vinnumarkaði er eðlilegt að samið sé til 20 ? 24 mán. En ekki er lokað fyrir þann möguleika að semja til lengri tíma, náist með því viðunandi markmið. Launahækkun á ári skili 2 - 3% umfram verðbólgu. Tímaeining ákvæðisvinnu fylgi launaskriði á samningstímabilinu.

 

Taka á reglum um innflutning erlends vinnuafls. Innflutningur erlends vinnuafls hefur fljótt mikil áhrif á atvinnustig á eins litlum vinnumarkaði og við erum á. Þróun við Kárahnjúka hefur sýnt okkur að það er mikil nauðsyn að endurskoða og bæta þarf skráningu á réttindum erlendra rafiðnaðarmanna og tryggja að þeir geti ekki hafið störf fyrr en að staðfesting hafi fengist að starfsréttindi þeirra séu sambærileg því sem krafist er af innlendum rafiðnaðarmönnum. Tryggja þarf að launakjör, tryggingar og aðbúnaður erlendra starfsmanna sé sambærilegur að viðgengst á innlendum vinnumarkaði. Erlendir rafiðnaðarmenn fái greidd þau raunlaun og búi við sömu kjör og tíðkast í viðkomandi starfi.

 

Lágmarkslaun tengd raunlaunum, skýrari ákvæði um yfirvinnu Vegna þessa er lífsnauðsyn að færa lágmarkslaun nær raunlaunum. Hér er ekki einvörðungu um hagsmuni félagsmanna RSÍ að ræða heldur ekki síður íslenskra fyrirtækja. Við setjum fram þær kröfur að

lágmarkslaun rafiðnaðarmanna verði kr. 120 þús.

Rafiðnaðarmanna með sveinspróf verði kr. 170 þús.

Rafiðnaðarsveina m. 3ja ára reynslu kr. 215 þús.

 

Endurskoða skilgreiningu yfirvinnu- og stórhátíðarlauna. Margskonar útfærslur á svokölluðum pakkalaunum eða samblandi af undirverktöku og fastráðningu hefur leitt til þess að fyrirtæki hafa sum hver tekið upp einkennilega túlkun á yfirvinnuálagi. Einnig er sett fram krafa um að greidd séu föst laun á löghelgum frídögum og aðfangadagur og gamlársdagur verði frídagar.

 

Samræming lífeyrisréttinda Lífeyrisréttindi verði samræmd við verði samræmd við réttindi í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hækkun margfeldisstuðuls stiga í 1.90 og mögulegt upphaf lífeyristöku við 60 ára aldur. Ábyrgð launagreiðanda á umsömdum lágmarkslífeyrisréttindum. Leiði tryggingafræðileg athugun í ljós að iðgjald sjóðfélaga til sjóðsins ásamt mótframlagi launagreiðanda dugi ekki til dugi ekki til greiðslu á skuldbindingum viðkomandi skyldutryggingarsjóðs, skal stjórn sjóðsins hækka framlag launagreiðanda í samræmi við niðurstöðu athugunarinnar. Áfram verði tryggð greiðsla á 0,4% í séreignarsjóð.

 

Endurskoðun ákvæða um útköll, bakvaktir og truflun í frítíma Í kröfugerðinni eru sett fram margskonar tillögur um bætt orðalag og skýrari útfærslu vegna bakvakta, útkalla og truflunar í frítíma. Sívaxandi tæknivæðing leiðir til þess að þolinmæði vegna bilaðra tækja eða straumsleysis er engin og rafiðnaðarmenn verða fyrir mikilli truflun í frítíma. Þetta hefur leitt til margskonar árekstra sem þarf að leiðrétt og koma í veg fyrir. Skýra orðalag þannig að ef starfsmaður er kallaður út eftir að hann hefur lokið því verkefni sem hann var kallaður til, þá sé það nýtt útkall. Einnig þarf að skilgreina truflunarákvæði vegna símtala í frítíma.

 

Lenging orlofs Nokkrar tillögur eru um breytingar á orlofi og frídögum. Sett er fram krafa um að orlof verði 6 dagar að vetri og 24 að sumri. Við 40 ára lífaldur, bætist við 1 orlofsdagur, annar við 50 ára lífaldur og við sextugt sá þriðji. Fyrir nokkrum árum settu rafiðnaðarmenn fram kröfu um að í stað sumardagsins fyrsta og uppstigningardags verði frí á mánudögum.

 

Fjölgun hefur verið á íslenskum fyrirtækjum í hátækni iðnaði sem hefur leitt til þess að íslenskir rafiðnaðarmenn eru á mikið á ferðum innan og ekki síður utanlands, skýra þarf orðalag vegna ferða á vegum fyrirtækis. T.d. um rétt starfsmanns á endurgjaldi láti hann af hendi frídaga vegna ferðalaga. Sett er fram krafa um að áunnin réttindi vegna veikinda og orlofs sé miðuð við starfstíma í starfsgrein.

 

Samkeppnishamlandi ráðningar ákvæði jafngildi uppsagnarfresti Styrkja þarf og skýra orðalag um ráðningarsamninga í samkomulagi ASÍ og SA. Nokkuð hefur borið á því að fyrirtæki setja inn í ráðningarsamninga ákvæði sem kveða á um að rafiðnaðarmaður megi ekki ráða sig hjá samkeppnisaðila í ákveðin tíma eftir uppsögn. Þetta er skýrt brot á atvinnufrelsi í stjórnarskrá og sett er fram krafa um að ef fyrirtæki setur slíkt inn, þá sé verið að lengja uppsagnarfrest sem þessum tíma nemur.

 

Endurskoða þar ákvæði um hlutastörf í kjarasamningum og setja þarf inn skýrara orðalag og í burtu orðið ?reglubundin? þegar rætt er um hlutastörf.

 

Skýra veikinda- og slysarétt Endurskoða þarf orðalag vegna slysa og atvinnusjúkdóma. Réttur þessi er sjálfstæður vegna hvers slyss eða atvinnusjúkdóms og gengur ekki á almennan veikindarétt starfsmanns. Greina þarf á milli slysatrygging launþega lögbundinnar ökutækjatryggingar. Hér er um tvær aðskildar tryggingar að ræða. Ökutækjatryggingin lýtur allt öðrum lögmálum en slysatrygging launþega. Þannig á ekki að blanda þessum tveimur tryggingum saman. Auk þess eru ýmsar kröfur um skýrari rétt vegna starfsmenntunar, endurskoðun verkfæralista ofl.

19.12.03. GG

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?