Fréttir frá 2020

01 1. 2021

Stytting vinnuvikunnar og tímakaup

Stytting vinnuvikunnar

Starfsmenn eiga rétt á að fram fari viðræður um vinnutímastyttingu í 36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði samhliða niðurfellingu kaffitíma skv. gr. 3.1.2 í kjarasamningi. Stjórnendur fyrirtækja geta einnig óskað eftir viðræðum. 

Ef samkomulag verður á milli aðila vegna bættrar nýtingar vinnutíma og aukinnar framleiðni skiptist ávinningur milli starfsmanna og atvinnurekanda, hlutdeild starfsmanna felst í viðbótarstyttingu virks vinnutíma um 13 mín á dag eða 65 mín á viku.

 

Viðbótarstytting virks vinnutíma:

Náist samkomulag um styttingu vinnuvikunnar verður virkur vinnutími 36 klst. á viku, án skerðingar mánaðarlauna (deilitala dagvinnutímakaups 156 í stað 160 með 2,56% hækkun dagvinnutímakaups).

Yfirvinna 1 greiðist áfram af fyrstu 4 klst á viku að jafnaði umfram 36 klst í dagvinnu eða 17,33 klst á mánuði. 

Stéttarfélögin sem standa að þessum kjarasamningum eru tilbúin að veita aðstoð við útfærslu og vera félagsmönnum sínum innan handar við styttingu vinnuvikunnar.

Kynnningarglærur RSÍ (smella hér)      Spurt og svarað (smella hér)     Vinnutímareiknivélar (smella hér)

 

breytingar a kjorum 2021 300 pt 1200

Minnum félagsmenn okkar á almennum vinnumaraði að yfirfara launaseðlana sína um mánaðarmótin þar sem launahækkun upp á 15.750 kr kemur til greiðslu frá 1. janúar 2021 auk þess sem breytingar urðu á yfirvinnu 1 og 2 frá 1. janúar 2021. 

Breyting á yfirvinnuálagi 1. janúar 2021

Yfirvinna 1

  Yfirvinna 1 er greidd fyrir fyrstu fyrstu 4 klst á viku að jafnaði eða 17,33 klst á mánuði. Álag á yfirvinnu 1 verður 1,00% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Yfirvinna 2 er greidd umfram það.

Yfirvinna 2

  Yfirvinna 2 greiðist fyrir alla tíma umfram 17,33 yfirvinnutíma á mánuði og á nóttunni á milli kl. 00:00-06:00. Álag á yfirvinnu 2 verður 1,15% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

 

Mánaðarlaun

Álag

Tímakaup

518.000 kr.

1,00%

5.180 kr.

518.000 kr.

1,15%

5.957 kr.

 

Timakaup i dagvinnu 1300x400

Frá 1. apríl 2020:

Við upptöku virks vinnutíma eru 37 klst. greiddar að jafnaði á viku m.v. fullt starf í stað 40 klst. og deilitala dagvinnutímakaups verður 160 í stað 173,33. Tímakaup í dagvinnuhækkar því um 8,33% eða sem nemur greiðslu fyrir kaffitíma sem færist yfir í tímakaup fyrir virkan vinnutíma,kaffitímar verða áfram teknir með sama fyrirkomulagi og áður, 35 mínútur á hverjum virkum degi.Ef færri tímar eru greiddir á viku / mánuði m.v. fullt starf skal reikna hækkun þannig að dagvinnulaun fyrir 37 klst. á viku / 160 klst. á mánuði verði þau sömu og áður var greitt fyrir fleiri tíma. Þar sem starfsmaður nýtur aukagreiðslna m.v. 40 klst. á viku (t.d. verkfæra- eða fatagjalds) taka þær hækkun 8,33% til samræmis.

Engar breytingar eru gerðar á fyrirkomulagi kaffihléa í yfirvinnu, þau verða áfram greiddur tími og sé unnið í þeim greiðist tilsvarandi lengri tími sem unninn er. 

Dæmi til 31.03.2020 

Mánaðarlaun

Deilitala

Tímakaup

500.000

173,33

2.885 kr.

 

Dæmi frá 01.04.2020 með kr.18.000 hækkun sem kom á öll laun 01.04. 2020.

Mánaðarlaun

Deilitala

Tímakaup

518.000 kr.*

160

3.238 kr.

 

·         Öll dagvinnulaun hækkuðu um a.m.k. kr.18.000 - eða 112,50 pr. tíma frá 1. apríl 2020.

 

 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?