Nyarskvedja 1300 400Ég sendi félagsfólki RSÍ og fjölskyldum óskir um gleðilegt nýtt ár og þakka ánægjuleg samskipti á árinu sem nú er liðið. Ég bind miklar vonir um að nýja árið verði okkur betra en það gamla en áskoranir hafa verið miklar fyrir samfélagið allt. Baráttan við heimsfaraldurinn heldur áfram en við getum náð tökum á stöðunni með samstöðu sem þjóðin hefur ætíð sýnt í verki þegar nauðsyn er til. Ekki nóg með að glíma við heimsfaraldur þá höfum við líka tekist á við náttúruna. Jarðskjálftar og eldgos hefur haft þó nokkur áhrif. Fólk á Suðvestur horni landsins er að verða nokkuð þreytt á skjálftunum en við tökumst á við þið þetta sem og annað sem á okkur dynur.  

Frá og með deginum í dag hækka öll laun í samræmi við kjarasamninga. Undir lok þessa árs renna flestir okkar kjarasamninga úr gildi og við þau tímamót mun reyna mjög á samstöðuna hjá okkur enda nauðsynlegt að halda áfram í baráttunni að bæta launakjör félagsfólks RSÍ. Stytting vinnuvikunnar heldur áfram og frá og með deginum í dag þegar vinnutíminn styttist í 36:15 virkar vinnustundir á viku ef ekki er búið að ná fram fullri styttingu með breytingum á formlegum kaffitímum en þá er vinnuskyldan áfram 36 virkar vinnustundir á viku. Athugið að þessi nýji möguleiki á styttingu hefur engin áhrif á kaffitíma í dagvinnuskipulaginu. Ég hvet ykkur til þess að skoða stöðuna hjá ykkur með því að stilla upp vinnutímanum og sjá hvort mögulegt sé að ná fram styttingu, smelltu hér

RSÍ stóð fyrir fundarferð um landið á haust og vetrarmánuðum þar sem vel á annað hundrað félaga mættu þrátt fyrir aðstæðurnar. Samtalið skipti miklu máli í undirbúningi endurnýjun kjarasamninga. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa náð þessum fundum og munum halda áfram með fundi þegar mögulegt verður en ekki tókst að halda alla fundi sem hafa verið skipulagðir. Undirbúningur heldur áfram á næstu mánuðum. Ljóst er að samstaðan mun skipta sköpum þegar kemur að mikilvægum kjarabótum fyrir okkar fólk.

Að lokum þá sendi ég ykkur hugheilar nýárskveðjur og þakka fyrir gömlu árin. Gerum árið 2022 betra en það liðna. 

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ

rafidnadarsambandid rautt

Launakönnun RSÍ 2021 - niðurstöður
Kynning á niðurstöðum úr launakönnun Gallup fyrir RSÍ 2021 fór fram 15. desember s.l. (Horfa á kynningu)

Könnunin var gerð í október vegna launa í september 2021. Tómas Bjarnason frá Gallup fór yfir helstu niðurstöður. Góð þátttaka var í könnuninni eða 33% sem er betri en síðast.
Við vekjum athygli á tengli á “Markaðslaun” á vef RSÍ (smella hér) Þar er hægt að skoða laun og vinnutíma einstakra starfa og hópa. Mikilvægt tól fyrir einstakling til að finna sitt viðmið í launakönnun til að undirbúa sig fyrir launasamtal.
Hér er hlekkur á niðurstöðuskjalið sem Tómas fór yfir (smella hér)

RSÍ þakkar félagsmönnum fyrir þátttöku í könnuninni sem er afar mikilvæg til að undirbúa næstu kjarasamningalotu sem hefst núna en samningar á almennum vinnumarkaði verða lausir 1. nóvember 2022.

Dregið úr innsendum lausnum í launakönnun RSÍ
10 heppnir félagsmenn, sem þátt tóku í launakönnun RSÍ, voru dregnir út af Gallup sem fá 12.000,- bankakort og 5 aðrir fá hótelgistingu fyrir tvo hjá Íslandshótelum. Vinningar verða sendir á heimilisfang vinningshafa.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?