febrúar 2022

Hver er raunveruleg breyting?

2022-02-25T09:37:41+00:0025. febrúar 2022||

Raunveruleg breyting er sú að skrifstofa 2F – Hús Fagfélaganna sinnir móttöku og þjónustu við félagsfólk sem leitar til skrifstofunnar, ásamt starfsfólki viðkomandi félaga. Allt starfsfólk leggst á eitt við að þjónusta félagsfólk. Öll félögin sem að samstarfinu standa eru [...]

Hvar og hvenær var samningurinn samþykktur?

2022-02-25T09:37:13+00:0025. febrúar 2022||

Hvað varðar samþykki hjá RSÍ þá var samningurinn samþykktur í miðstjórn RSÍ sem er æðsta vald sambandsins á milli árlegra sambandsstjórnarfunda og þinga sem eru fjórða hvert ár. Samstarfið og þróun þess var kynnt á sambandsstjórnarfundi RSÍ sem haldinn var [...]

Af hverju var samstarfssamningur uppfærður í lok nóvember 2021?

2022-02-25T09:36:33+00:0025. febrúar 2022||

Samningur um rekstur skrifstofu 2F – Húss Fagfélaganna var upphaflega gerður árið 2019. Í lok nóvember var uppfærður samningur undirritaður þar sem breyting var gerð á afgreiðslu í húsinu og aðkomu var breytt. Nýr samningsaðili bættist við í samstarfið, VM [...]

Hvenær hófst samstarfið?

2022-02-25T09:35:50+00:0025. febrúar 2022||

Samstarfið hófst formlega 2019. Þá með samstarfi RSÍ, MATVÍS, Grafíu, Samiðn, Byggiðn og FIT. Þar áður var samstarf RSÍ, MATVÍS og Grafíu á Stórhöfða 31. Samiðn, Byggiðn og FIT stóðu að samstarfi í Borgartúni um langt skeið. Síðarnefndu félögin keyptu [...]

Hvað með sjálfstæðið?

2022-02-25T09:34:53+00:0025. febrúar 2022||

Sjálfstæði félaganna er óbreytt, það er ekki verið að sameina félög/sambönd né sjóði. Öll félög hafa sínar stjórnir, trúnaðarráð eða fulltrúaráð eins og áður. Landssamböndin hafa sínar framkvæmdastjórnir, miðstjórnir og sambandsstjórnir, engar breytingar eru þar á. Þetta er samstarf sem [...]

Hvað fær félagsfólk út úr þessu?

2022-02-25T09:34:25+00:0025. febrúar 2022||

Markmiðið er að félagsfólk sjái það í verki að þjónusta sem við veitum verði framúrskarandi. Aukin hagkvæmni í rekstri er markmið allra félaganna. Félagsfólk hefur eflaust séð ýmsar breytingar á styrkjum sem veittir eru, en unnið er að því að [...]

Hvað þýðir þetta í raun og veru?

2022-02-25T09:33:54+00:0025. febrúar 2022||

Í einföldu máli þá snýst þetta um að veita félagsfólki bestu mögulegu þjónustu í þeim málaflokkum sem snýr að okkar fólki. Þetta þýðir að unnið er að því að auka samlegðaráhrif í daglegum rekstri þar sem lögmálið um rekstrarhagkvæmni með aukinni [...]

Til hvers er samstarfið?

2022-02-25T09:33:26+00:0025. febrúar 2022||

Samstarfið er til þess að auka og bæta þjónustu sem félagsfólk fagfélaganna fær. Samstarfið er til þess að auka styrk allra félaganna sem að því standa. Samstarfið er til þess nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem býr í mannauð [...]

Hverjir eiga aðild að samstarfinu?

2022-02-25T09:33:00+00:0025. febrúar 2022||

Þau stéttarfélög iðnaðarmanna sem standa að samstarfinu eru: Rafiðnaðarsamband Íslands og aðildarfélög þess, www.rafis.is MATVÍS – félag iðnaðarmanna í matvælagreinum, www.matvis.is Samiðn, samband iðnfélaga, www.samidn.is Byggiðn – félag byggingamanna, www.byggidn.is Félag iðn- og tæknigreina, www.fit.is VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, www.vm.is

Hvað er 2F – Hús fagfélaganna?

2022-02-25T09:32:25+00:0025. febrúar 2022||

2F – Hús Fagfélaganna er samstarfsvettvangur iðnaðarmannafélaganna. Að samstarfinu standa RSÍ og aðildarfélög, MATVÍS, Samiðn, Byggiðn, FIT og VM. Samstarfið snýst um að auka og bæta þjónustu sem félagsfólk okkar fær sem leitar til félaganna. Með meiri breidd, öflugu starfsfólki [...]

Go to Top