Í einföldu máli þá snýst þetta um að veita félagsfólki bestu mögulegu þjónustu í þeim málaflokkum sem snýr að okkar fólki. Þetta þýðir að unnið er að því að auka samlegðaráhrif í daglegum rekstri þar sem lögmálið um rekstrarhagkvæmni með aukinni stærð gildir. Samlegðaráhrif munu sjást þegar fram í sækir.

Þetta þýðir að félögin nýta styrk hvers annars í starfinu. Það er EKKI verið að sameina nein félög með þessu samstarfi. Það er EKKI verið að sameina sjóði, þeir eru áfram sjálfstæðir og EKKI er verið að veita aðgengi í sjóðina á milli félaganna. Er þetta sameining? Nei þetta er ekki sameining á félögum eða sjóðum. Þetta er samstarf á mörgum sviðum þar sem bætt þjónusta við félagsfólk er lykilatriði.

Var efnið hjálplegt?