2F – Hús Fagfélaganna er samstarfsvettvangur iðnaðarmannafélaganna. Að samstarfinu standa RSÍ og aðildarfélög, MATVÍS, Samiðn, Byggiðn, FIT og VM.

Samstarfið snýst um að auka og bæta þjónustu sem félagsfólk okkar fær sem leitar til félaganna. Með meiri breidd, öflugu starfsfólki og mikilli þekkingu á öllum sviðum erum við að hámarka gæði þjónustunnar sem veitt er og auka fagmennsku á öllum sviðum.

Eins og orðið „samstarf“ felur í sér þá eru félögin að vinna saman á flestum sviðum til þess að styrkja stöðu iðnaðarmanna á Íslandi.

• Það er ekki verið að sameina félögin sem að samstarfinu standa.

• Það er ekki verið að sameina sjóði þeirra félaga sem að samstarfinu standa.

• Það er verið að auka og bæta þjónustu við félagsfólk okkar

Var efnið hjálplegt?