Samstarfið er til þess að auka og bæta þjónustu sem félagsfólk fagfélaganna fær. Samstarfið er til þess að auka styrk allra félaganna sem að því standa. Samstarfið er til þess nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem býr í mannauð skrifstofa allra félaganna.

Samstarfið stuðlar að því að samfélagið hafi sterka sameiginlega rödd í þeim málum sem snertir heildina og auka áhrif iðnaðarmanna með meiri virkni sem hagsmunaverðir fyrir iðngreinar á Íslandi, til dæmi þegar kemur að iðnaðarlöggjöf og eflingu iðn- og tæknigreinanna. Afar brýnt er að rödd fagfélaganna sé sterk í þeirri hagsmunabaráttu sem við erum í á hverjum tíma. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt fyrir hagsmuni iðn- og tæknigreinar að talsfólki okkar „sé boðið í samtalið!“ Samstaða og samræmd sýn á málin skipta þar öllu máli.

Samstarfið er til þess að fjölga möguleikum félagsfólks til þess að sækja námskeið þvert á RAFMENNT og IÐUNA.

Samstarfið er til þess að draga úr rekstrarkostnaði við ýmsa þætti í rekstri félaganna og auka samlegð með aukinni stærð.

Samstarfið snýr að innra starfi svo sem ýmissi bakvinnslu t.d. við bókhald og almennan rekstur skrifstofunnar/húsnæðis. Nú þegar hefur samstarfið skilað lækkun á innheimtukostnaði allra félaganna svo dæmi séu nefnd.

Samstarfið snýr að beinni þjónustu við félagsfólk vegna þeirra fjölmörgu þátta sem félögin sinna dags daglega. Má þar nefna:

  • umsóknir í hina ýmsu sjóði, móttaka umsókna um styrki, umsjón með bókunum á orlofshúsum og svo framvegis
  • þjónustu og ráðgjöf vegna kjaramála
  • lögfræðiþjónusta vegna kjaramála er sameiginleg
  • gerður hefur verið samningur við Magna lögmenn á Höfðabakka þar sem allt félagsfólk innan félaganna getur fengið persónulega ráðgjöf í hinum ýmsu málefnum o.s.frv.

Allir sjóðir RSÍ, eins og sjúkrasjóður, orlofssjóður, verkfallssjóður og eftirmenntunarsjóður, eru í eigu RSÍ og verða áfram sjálfstæðir sjóðir og notaðir fyrir félagsfólk í þeim aðildarfélögum sem eiga aðild að RSÍ. Engin breyting verður þar á með samstarfi um rekstur skrifstofunnar.