Sjálfstæði félaganna er óbreytt, það er ekki verið að sameina félög/sambönd né sjóði. Öll félög hafa sínar stjórnir, trúnaðarráð eða fulltrúaráð eins og áður. Landssamböndin hafa sínar framkvæmdastjórnir, miðstjórnir og sambandsstjórnir, engar breytingar eru þar á.
Þetta er samstarf sem félögin taka þátt í og geta sagt sig frá samstarfinu sé vilji til þess. Félögin geta endurskoðað samstarfið, bætt við þáttum í samstarfi eða fækkað þeim.
Sem sagt: Sjálfstæðið er óbreytt enda snýr samstarfið fyrst og fremst að því að auka þjónustu við félagsfólk.