Samstarfið hófst formlega 2019. Þá með samstarfi RSÍ, MATVÍS, Grafíu, Samiðn, Byggiðn og FIT.

Þar áður var samstarf RSÍ, MATVÍS og Grafíu á Stórhöfða 31. Samiðn, Byggiðn og FIT stóðu að samstarfi í Borgartúni um langt skeið. Síðarnefndu félögin keyptu hlut húsnæðis af lífeyrissjóði okkar, Birtu lífeyrissjóði í kjölfar sameiningar á Stöfum lífeyrissjóði og Sameinaða lífeyrissjóðnum. Viðræður um aukið samstarf og rekstur á sameiginlegu skrifstofuhúsnæði hófust 2017 og hefur samstarfið verið í þróun síðan þá.

Sameiginlegt skrifstofuhúsnæði var formlega opnað 22. nóvember 2019 en þá voru RSÍ, MATVÍS, Grafía, Samiðn, Byggiðn og FIT aðilar að samstarfi og sameiginlegum rekstri.

Þann 11. febrúar 2022 var ný sameiginleg afgreiðsla opnuð fyrir Stórhöfða 29 og 31. Við þau tímamót bættist VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna við samstarfið með formlegum hætti.

Fastlega má gera ráð fyrir því að samstarfið eigi eftir að þróast áfram inn í framtíðina, ekkert er meitlað í stein hvað það varðar.

Var efnið hjálplegt?