Raunveruleg breyting er sú að skrifstofa 2F – Hús Fagfélaganna sinnir móttöku og þjónustu við félagsfólk sem leitar til skrifstofunnar, ásamt starfsfólki viðkomandi félaga. Allt starfsfólk leggst á eitt við að þjónusta félagsfólk. Öll félögin sem að samstarfinu standa eru hluti af 2F og því er raunveruleg breyting fyrst og fremst sú að fleira starfsfólk sinnir málaflokkunum fyrir hvert og eitt félag þó heildarfjöldi starfsfólks aukist ekki. Markmkiðið er að þetta muni leiða til enn betri þjónustu á þeim tíma sem félagsfólk þarf aðstoðina. Sjálfstæði allra félaganna er óbreytt þrátt fyrir samstarfið. Þetta er samstarf en ekki sameining.