Samningur um rekstur skrifstofu 2F – Húss Fagfélaganna var upphaflega gerður árið 2019. Í lok nóvember var uppfærður samningur undirritaður þar sem breyting var gerð á afgreiðslu í húsinu og aðkomu var breytt. Nýr samningsaðili bættist við í samstarfið, VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna. Framkvæmdastjóri var ráðinn inn í 2F – Hús Fagfélaganna en framkvæmdastjóri er Elmar Hallgríms. Þess ber að geta að samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki stjórna hlutaðeigandi.

Miðstjórn RSÍ ræddi og samþykkti samninginn á fundi sínum 3. desember 2021.

Var efnið hjálplegt?