Launagreiðendur athugið: Fagfélögin hafa nú tekið við móttöku skilagreina.
Í þeim undantekningartilvikum sem launakerfið biður um notendanafn, lykilorð eða veflykil þá gildir kennitala fyrirtækisins sem er að skila iðgjaldinu.
Fagfélögin tóku við móttöku skilagreina og innheimtu félagsgjalda fyrir félagsfólk RSÍ (Rafiðnaðarsamband Íslands), VM (Félag vélstjóra og málmtæknimanna) og MATVÍS (Matvæla og veitingafélag Íslands) þann 1. janúar 2025. Jafnframt annast Fagfélögin innheimtu gjalda í sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóði.
Slóð á rafræna skilagrein má finna hér.
Netfangið er skilagrein@fagfelogin.is.
Vefskil fyrir þá sem ekki eru með launakerfi
Nánari upplýsingar um innheimtu Fagfélaganna má sjá hér.