Fagfélögin (RSÍ, MATVÍS og VM) tóku þann 2. janúar 2025 upp nýjar „Mínar síður“.

Þar er meðal annars hægt að sækja um sjúkrastyrki og sjúkradagpeninga auk þess sem orlofskerfi verður þar opnað þann 9. janúar. Jafnframt er á Mínum síðum hægt að fylgjast með réttindaávinnslu og skilum atvinnurekenda á iðgjöldum.

Hér hefur verið opnuð upplýsingasíða fyrir félagsfólk vegna innleiðingarinnar en þar er meðal annars hægt að sjá myndband sem sýnir hvernig sækja má um styrki.