Niðurstöður launakönnunar Gallup fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands liggja fyrir. Að þessu sinni voru þátttakendur í könnuninni 1.600, sem er nokkuð minna en í fyrra þegar 1.858 svöruðu.

Könnunin stóð yfir dagana 10. október til 5. nóvember 2024. Um var að ræða netkönnun en 6.051 félagi var í úrtakinu. Svarhlutfallið var 26,4%.

Eitt af því sem kannað var í könnuninni var miðgildi dagvinulauna, greint eftir aðildarfélögum RSÍ. Helmingur svarenda var með laun undir miðgildinu en helmingur yfir. Miðgildi launa hefur hækkað misjafnlega mikið eftir aðildarfélögum, mest hjá þeim þar sem launin eru að jafnaði lægst.

Færri eru óánægðir með launakjör sín, samanborið við í fyrra og að sama skapi fleiri ánægðir.

Fjöldi vinnustunda stendur nánast í stað frá síðustu tveimur árum en þeim hefur fækkað um níu að jafnaði á mánuði frá mælingum ársins 2019.

Tæplega fjórðungur félagsfólks telur sig ekki geta mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af helstu niðurstöðunum en hlekkirnir neðan við grafið vísa annars vegar beint á kynningu Gallup en hins vegar á mælaborð RSÍ.

Launakönnun 2024 – kynning frá Gallup

Mælaborð Rafiðnaðarsambands Íslands hefur verið uppfært í samræmi við niðurstöður.