Kjarakönnun RSÍ er lokið. Þátttaka var mjög góð. Alls svöruðu 1.715 könnuninni, sem er heldur minni þátttaka en í fyrra.
Sambandið færir öllum þeim sem svöruðu þakkir fyrir þátttökuna. Nú hefst úrvinnsla en niðurstöður verða birtar í lok nóvember hér á vef RSÍ.
Dregið hefur verið úr innsendum svörum en skrifstofa RSÍ mun hafa samband við hin heppnu, sem annað hvort hljóta gjafabréf að upphæð 15.000 kr., eða vinna ferðavinning frá Icelandair, að upphæð 50.000 kr.
Jafnframt verða fimm punktar færðir inn hjá því félagsfólki úr röðum þátttakenda sem eftir því óskuðu þegar könnuninni var svarað.