Upplýsingar fyrir launagreiðendur
Fagfélögin, Stórhöfða 29-31, taka við móttöku skilagreina og innheimtu félagsgjalda fyrir félagsfólk RSÍ (Rafiðnaðarsamband Íslands), VM (Félag vélstjóra og málmtæknimanna) og MATVÍS (Matvæla og veitingafélag Íslands) þann 1. janúar 2025. Jafnframt annast Fagfélögin innheimtu gjalda í sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóði. Verkefnið var áður hjá lífeyrissjóðunum Birtu og Gildi.
Athugið að engar breytingar verða á hlutfalli félags- og iðgjalda.
Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir undanfarna mánuði en markmiðið er að yfirfærslan verði hnökralaus fyrir launagreiðendur. Hægt er að senda fyrirspurnir vegna þessa á netfangið skilagrein@fagfelogin.is eða hringja á skrifstofu Fagfélaganna í síma 5 400 100.
Launakerfi – Skilvirkasta og öruggasta leiðin.
Slóðin er skilagrein.is – virkjast 1. janúar 2025.Vefskil – Fyrir þá sem ekki eru með launakerfi.
fagfelogin.is/innheimta fer í loftið 1. janúar 2025.Annað – Hafið samband á skilagrein@fagfelogin.is.