RSÍ hefur vísað kjaraviðræðum við ríkið til ríkissáttasemjara. Samningaviðræður aðila höfðu ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt.

Samninganefnd RSÍ hefur lagt kapp á að flýta úrlausn kjaradeilunnar. Ákvörðun um að vísa deilunni til ríkissáttasemjara er liður í þeirri viðleitni.

Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar en búast má við fundarboði fljótlega.