Kaffi eldra félagsfólks innan Fagfélaganna (RSÍ, MATVÍS, Byggiðn og VM) verður haldið öðru sinni miðvikudaginn 9. október. Vel var mætt á fyrsta kaffiboðið sem haldið var fyrir mánuði. Viðburðurinn stendur yfir milli klukkan 13 og 15. Öll þau sem náð hafa lífeyrisaldri eru velkomin.
Kaffiboðið er haldið í Húsi Fagfélaganna, Stórhöfða 29-31. Athugið að gengið er inn í húsið Grafarvogsmegin – eða neðan við húsið.
Næstu þrjú kaffiboð:
- 9. október
- 13. nóvember
- 11. desember