Fulltrúar RSÍ, SART og Rafmenntar heimsóttu Verkmenntaskóla Austurlands í vikunni. Þar voru nemendum afhentar nýjar og glæsilegar vinnubuxur frá Helly Hansen.

Þessir aðilar hafa undanfarin ár fært nýnemum í rafiðngreinum um allt land hlífðarfatnað sem þennan. Buxurnar eru merktar RSÍ, SART og Rafmennt.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, fór austur fyrir hönd sambandsins en með í för voru Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og Hafdís Reinaldsdóttir skrifstofustjóri Rafmenntar.

Ferðin var einnig nýtt til heimsókna á vinnustaði á Austurlandi.

Austfirðingum eru færðar þakkir fyrir góðar móttökur.