Fagfélögin hafa nú með viðsemjendum sínum lokið við að gera viðauka við kjarasamning sem undirritaður var við sveitarfélögin í sumar. Í viðaukanum er kveðið á um viðbótarlaun sem allt félagsfólk Fagfélaganna (VM, RSÍ og MATVÍS) á að fá.
- Fyrirtímabilið 1. apríl til 31. október 2024 greiðast 35.000 krónur fyrir það starfsfólk sem fær laun sín greidd eftir á.
- Þau sem eru á fyrirframgreiddum launum fá 40.000 krónur fyrir sama tímabil.
Uppbótin greiðist út í næsta launaumslagi.
Mánaðarleg viðbótarlaun verða til frambúðar greidd út sem hér segir:
Frá 1. apríl 2024 – 31. mars 2025 | 5.000 kr. |
Frá 1. apríl 2025 – 31. mars 2026 | 5.175 kr. |
Frá 1. apríl 2026 – 31. mars 2027 | 5.356 kr. |
Frá 1. apríl 2027 – 31. mars 2028 | 5.444 kr. |