Starfsmenn RSÍ hjá Orkuveitu Reykjavíkur felldu nýjan kjarasamning sem aðilar skrifuðu undir í liðinni viku. Samningurinn var felldur með 33 atkvæðum gegn 26.
Aðrir samningar sem samið var um á dögunum voru samþykktir með miklum meirihluta.
RSÍ mun boða trúnaðarmenn hjá OR til fundar á næstu dögum til að ræða næstu skref.
Atkvæðagreiðslum lauk í dag. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðurnar en athugið að hægt er að nota örvarnar til að fletta á milli atkvæðagreiðslna.