Um 700 manns sóttu Fjölskylduhátíð RSÍ í Skógarnesi við Apavatn um nýliðna helgi. Veðurblíðan lék við félagsfólk, sem naut þeirrar dagskrár sem í boði var. Á meðal dagskrárliða voru keppnir í knattspyrnu, golfi, frisbí, ratleik, og víðavangshlaupi, svo nokkuð sé nefnt. Einnig var keppt í spurningakeppni og veiði. Hoppukastali var á svæðinu og klifurveggur frá Skátunum.
Nýleg poppvél félagsins sló í gegn og stuttermabolir voru gefnir. Kvöldvaka var haldin eftir langan laugardag og Sniglabandið lék sín bestu lög fyrir hátíðargesti.
Þess má til gamans geta að viðburðurinn rataði í fréttirnar – sjá hér.
Nöfn verðlaunahafa í keppnum voru sem hér segir:
Veiði
1. Rúrik Leo – veiddi 46 cm urriða
Frisbígolf
1. Gísli Þór Einarsson
2. Hafsteinn Alex
3. Elli
Púttkeppni
1. Dýrleif
2. Sverrir
3. Sigurlaug
Golf
1. Alon Leo
2. Guðmundur Steinþ.
3. Birgir O.
Knattspyrna
1. Stafnes Dísa – Gísli Þór, Sigurbjörn Bergmann, Jónas Ingi, Jónas, Stefán
2. Súper Maríó – Alexander, Aron, Sveinn, Óliver, Eva Karen (vantar eitt nafn)
3. European – Arnar Þór, Jóhann Friðrik, Hrafnhildur Bára, Viktor, Kiddi , Áslaug
Rafiðnaðarsamband Íslands færir hátíðargestum bestu þakkir fyrir samveruna um helgina.
Myndir frá hátíðinni má sjá hér að neðan.