RSÍ og VM hafa í vikunni haldið kynningarfundi með félagsfólki í öllum þeim orkufyrirtækjum sem samið var fyrir á dögunum. Skrifað var undir nýja kjarasamninga vegna Orkuveitu Reykjavíkur og undirfyrirtækja, Landsvirkjunar, HS Veitna, Orkubús Vestfjarða, HS Orku og Norðurorku.
Fundirnir hafa verið vel sóttir og miklar umræður farið fram.
Atkvæðagreiðslurnar hófust í vikunni en þær standa yfir til mánudagsins 24. júní.
Kosið er á mínum síðum.