Útilegukortið komið í sölu

Categories: 2024, Fréttir, Orlofsmál0 min readPublished On: 9. April 2024Last Updated: 30. April 2024

Útilegukortið 2024 er komið í sölu á orlofsvefnum.

Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.

Kortið gildir frá þeirri dagsetningu sem tjaldsvæðin opna og til 15. september 2024.

Kortið kostar 17.500 krónur.