Í morgun, 19.mars, var opnað fyrir að félagsfólk gæti þær bókað vikur í orlofshúsum RSÍ sem ekki gengu út í sumarúthlutun. Tæknileg vandamál komu upp í kerfinu svo hluti félagsfólks gat ekki bókað eignir.

Til að gæta jafnræðis verður opnað á nýjan leik á morgun, klukkan 13:00. Ekki er hægt að ganga frá neinum bókunum sem gerðar voru í orlofskerfinu í morgun. Allar vikur sem voru inni við opnun í morgun verða inni þegar opnað verður á nýjan leik á morgun.

RSÍ biðst velvirðingar á þessu.