Jakob Bjarni Ingason (grafísk miðlun), Sindri Skúlason (rafeindavirkjun) og Óliver Pálmi Ingvarsson (rafvirkjun) eru nýkrýndir Íslandsmeistarar í sínum fögum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina, sem lauk í Laugardalshöll um helgina. Jakob Bjarni er úr Tækniskólanum en Sindri og Óliver Pálmi eru frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Rafiðnaðarsamband Íslands óskar verðlaunahöfum öllum til hamingju með árangurinn en þá má sjá í lista hér fyrir neðan.
Nánari umfjöllun um keppnina í rafeindavirkjun og rafvirkjun mun birtast hér á síðunni á næstu dögum.