Félag fagkvenna mun fimmtudaginn 6. mars næstkomandi hefja fundaröð þar sem fagkonur og fagkvár geta hist, myndað tengsl, sýnt samstöðu, kynnst og haft gaman. Fundurinn hefst klukkan 17:00 og fer fram í húsnæði Fagfélaganna, Stórhöfða 31. Gengið er inn Grafarvogsmegin.

Á fundinum verður kynnt dagskrá Kvennaárs 2025, sem er fyrst og fremst tileinkað jafnréttisbaráttunni. Viðburðir verða haldnir um allt land yfir allt árið í samstarfi við ASÍ og BSRB.

Í kynningu fundarins kemur fram að í ár séu 50 ár liðin síðan konur á Íslandi lögðu niður vinnu – bæði launaða og ólaunaða – og stöðvuðu samfélagið.

„Þrátt fyrir áratuga baráttu stendur ójöfnuður og ofbeldi enn í vegi fyrir okkur. Við höfum sýnt að við erum tilbúin að taka við keflinu. Við viljum sjá þig! Þú átt heima í þessari baráttu með okkur! Stelpur og stálp, konur og kvár – við þurfum að ræða þetta!“

Skráning á fundinn fer fram hér