Eins og hér hefur áður verið greint frá hefur miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) samþykkt, í samræmi við 26. grein laga sambandsins, að boða til aukaþings. Það er gert í kjölfar þess að Kristján Þórður Snæbjarnarson sagði af sér formennsku í sambandinu 7. febrúar síðastliðinn.
Þingið verður haldið 27.febrúar 2025, kl. 11:30 – 17:00 að Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2-6, Reykjavík.
Á þinginu verður nýr formaður RSÍ kjörinn auk þess sem kosið verður um þau embætti sem kunna að losna vegna formannskjörsins.
Þegar þetta er ritað hafa þrjú framboð til formanns borist. Ágúst Hilmarsson, rafvirkjameistari og stundakennari, Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks og Margrét Halldóra Arnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður RSÍ, hafa boðið sig fram.
Fullgilt félagsfólk í Rafiðnaðarsambandi Íslands getur boðið sig fram til formanns á þinginu en til þess þarf fimm undirskriftir þingfulltrúa.
Framboðsfrestur verður tilkynntur á þinginu. Athugið að aðeins þingfulltrúar aðildarfélaga RSÍ eiga sæti á þinginu.
Fréttin hefur verið uppfærð