Fagfélögin fordæma harðlega tilraunir hóps veitingamanna til að grafa undan þeim árangri sem alvöru stéttarfélög hafa unnið baki brotnu að fyrir hönd launafólks undanfarna áratugi. Fagfélögin taka heilshugar undir málflutning Eflingar og ASÍ í þessu máli.

Stofnun gervistéttarfélagsins Virðingar og kjarasamningur félagsins við SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, er aðför að kjarabaráttu og réttindum starfsfólks í veitingageiranum. ASÍ hefur bent á að í Virðingu séu í það minnsta tveir stjórnarmenn sem komi beint að rekstri veitingastaða sem starfi innan SVEIT. Atvinnurekendur eru þannig að reyna að semja við sjálfa sig. Það eitt og sér er ömurleg framkoma við starfsfólk.

Í þeim kjarasamningi sem umræddir veitingamenn hafa gert við sjálfa sig felast skert launakjör, lenging dagvinnutíma, lægra álag vegna kvöldvakta og niðurfærsla orlofsréttinda svo eitthvað sé nefnt. Allt ber þetta að þeim brunni að níðast á launafólki í veikri stöðu; mest ungu fólki og innflytjendum.

Skemmst er að minnast þess að SVEIT hefur, í þeirri viðleitni að rýra kjör starfsfólks í veitingageiranum, árangsurslaust reynt að hafa samningsréttinn af Samtökum atvinnulífsins.

Fagfélögin skora á starfsfólk í veitingageiranum að hafna aðild að gervistéttarfélaginu Virðingu og láta ekki undan þrýstingi vinnuveitenda þar að lútandi. Enn fremur skora Fagfélögin á aðstandendur Virðingar að láta af tilraunum sínum til félagslegra undirboða á íslenskum vinnumarkaði.

Fagfélögin

 

Disrespect and Social Undercutting

Fagfélögin strongly condemn the efforts by a group of restaurateurs to undermine the achievements that legitimate unions have painstakingly secured for workers over the past decades. Fagfélögin fully support the position of Efling and ASÍ in this matter.

The creation of the pseudo-union Virðing and its collective bargaining agreement with SVEIT, an association of businesses in the restaurant sector, is a direct attack on the wage negotiations and rights of hospitality workers. ASÍ has highlighted that at least two board members of Virðing are directly involved in the management of restaurants within SVEIT. This situation effectively allows employers to negotiate with themselves, which constitutes a disservice and disrespect toward their employees.

The agreement these restaurateurs have crafted significantly reduces wages, extends regular working hours, decreases evening shift bonuses, and lowers vacation entitlements, among other concessions. This approach primarily exploits employees who are in vulnerable positions, predominantly young workers and immigrants.

Notably, SVEIT has previously, albeit unsuccessfully, attempted to diminish the conditions of restaurant workers by seeking to remove negotiating rights from Samtök atvinnulífsins.

Fagfélögin urges employees in the restaurant industry to reject membership in the pseudo-union Virðing and to resist employer pressure related to this matter. Furthermore, Fagfélögin calls on those supporting Virðing to cease their attempts at undermining social standards in the Icelandic labor market.

Fagfélögin