Samningur við ríkið samþykktur

Categories: 2024, Fréttir0 min readPublished On: 5. November 2024Last Updated: 5. November 2024

Kosningu um kjarasamning RSÍ og ríkisins er lokið. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Á kjörskrá voru 99 en rétt ríflega helmingur tók þátt í atkvæðagreiðslunni. Samningurinn var samþykktur með 88% greiddra atkvæða.