Athygli félagsfólks er vakin á lausum orlofseignum RSÍ á næstunni. Þrátt fyrir að mörg hús séu bókuð allar helgar næstu vikurnar má inni á milli finna lausa gullmola. Þannig eru 11 eignir lausar innanlands um helgina, þar af fjórar á Akureyri.
Bæði hús félagsins í Klifabotni í Lónssveit eru laus næstu þrjár helgar og íbúð félagsins á Siglufirði hefur ekkert verið bókuð í nóvember. Á Einarsstöðum fyrir austan er enn hægt að bóka einhver hús næstu þrjár helgar.
Félagsfólk er hvatt til að skrá sig inn á orlofsvefinn og velja „laus tímabil“ og skoða hvað er í boði. Þar er á einni síðu hægt að sjá allar lausar eignir.
Við minnum á að í dag var opnað fyrir bókanir á nýju ári.
Laus hús helgina 9.-10. nóvember
- Klifabotn B, Lónssveit
- Klifabotn A, Lónssveit
- Hlíðarvegur Siglufirði
- Einarsstaðir 4
Laus hús helgina 16.-17. nóvember
- Kirkjubæjarklaustur B (hundar velkomnir)
- Foldahraun 9, Vestmannaeyjum
- Klifabotn B, Lónssveit
- Klifabotn A, Lónssveit
- Furulundur 8K, Akureyri
- Hlíðarvegur Siglufirði
- Varmahlíð Skagafirði
- Einarsstaðir 30
- Einarsstaðir 4