Bókanir orlofshúsa 3. janúar – 30. maí 2025

Opnað verður fyrir leigu orlofshúsa á vortímabili þann 1. nóvember næstkomandi, klukkan 09:00.

Tímabilið sem um ræðir er 3. janúar til 30. maí 2025. Páskavikan er undanskilin en hún verður auglýst síðar.

Fyrirkomulagið fyrst koma – fyrst fá gildir um bókanir á þessu tímabili.

Athugið að fyrstu tvær vikurnar í nóvember getur hver félagi RSÍ aðeins bókað eina eign.

Ný þjónustukerfi

Þann 1. janúar 2025 verður nýtt félagakerfi, nýjar þjónustusíður og nýtt kerfi fyrir bókanir orlofshúsa tekið upp.

Athugið að þetta hefur engin áhrif á þau réttindi sem félagsfólk hefur áunnið sér – þau færast sjálfkrafa á milli kerfa.

Notendaleiðbeiningar vegna nýrra kerfa verða sendar út í desember.

Umsóknir um styrki í desember

Vegna upptöku nýrra þjónustukerfa þurfa umsóknir um styrki, sem greiða á út fyrir jól, að berast í síðasta lagi 12. desember. Eftir það verður ekki hægt að sækja um styrki fyrr en 1. janúar 2025, og þá í nýju kerfi.

Styrkir og sjúkradagpeningar verða greiddir út 20. desember.