Yfirlýsing vegna kjarabaráttu kennara
Fagfélögin lýsa yfir fullum stuðningi við yfirstandandi baráttu kennara fyrir bættum kjörum. Allir hópar launafólks í samfélaginu eiga óskertan rétt á að nýta þau úrræði sem lög heimila til að knýja á um kjarabætur. Kennurum ber engin skylda til að fylgja fordæmi annarra hópa sem gert hafa samninga á vinnumarkaði.
Fagfélögin telja enn fremur ótækt að Samtök atvinnulífsins, sem ekki eiga aðild að samningaviðræðum við kennara, leggi með yfirlýsingum stein í götu hópa sem berjast fyrir bættum kjörum.+
Fagfélögin