Gallup mun á næstu dögum senda félagsfólki árlega launakönnun RSÍ. Könnunina verður hægt að taka á mínum síðum.
Tilgangur könnunarinnar er að gera Sambandinu og aðildarfélögum betur kleift að gæta hagsmuna félagsfólks og móta aðgerðir því til hagsbóta.
Félagsfólk er hvatt til að taka þátt sem fyrst og efla þannig kjarabaráttuna.
Þegar úrvinnslu könnunarinnar er lokið, getur félagsfólk skoðað markaðslaun stéttarinnar og borið þannig laun sín saman við aðra með nákvæmum hætti.
Vegleg þátttökuverðlaun
- Allir þátttakendur geta að fengið 5 punkta í orlofskerfi RSÍ fyrir þátttökuna. (Athugið að það er háð samþykki sem leitast verður eftir í lok könnunarinnar.)
- Að auki verða dregnir út vinningar fyrir þátttöku í könnuninni. Tveir þátttakendur munu fá 50 þúsund króna inneign hjá Icelandair. Tíu þátttakendur fá 10 þúsund króna gjafabréf.