Fagfélögin, Byggiðn, MATVÍS, VM og RSÍ, standa fyrir sameiginlegri trúnaðarmannaráðstefnu dagana 21. – 22. nóvember næstkomandi.
Trúnaðarmönnum gefst á ráðstefnunni, sem fram fer í Hveragerði, kjörið tækifæri til að hitta aðra trúnaðarmenn, fræðast um störf trúnaðarmanna og efla tenglsanetið.
Þátttaka er trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu.
Fagfélögin hvetja félagsfólk til þess að kjósa trúnaðarmenn á vinnustöðum en lög gera ráð fyrir að trúnaðarmenn séu kjörnir á vinnustöðum þar sem fimm eða fleiri félagar starfa. Hlutverk trúnaðarmanna eru fjölbreytt en eitt þeirra er að vera tengiliður vinnustaða og stéttarfélaganna.
Hafið endilega samband við Fagfélögin ef þið hafið spurningar um skráningar á trúnaðarmönnum eða til þess að fá aðstoð við að kjósa trúnaðarmann á þínum vinnustað.
Skráðir trúnaðarmenn munu fá tölvupóst sendan með skráningarupplýsingum vegna trúnaðarmannaráðstefnunnar á næstu dögum. Hafið samband við Fagfélögin ef sá tölvupóstur berst ykkur ekki.